Útilokað fyrir blinda að labba Laugaveg

Ótal skilti eru á Laugaveginum.
Ótal skilti eru á Laugaveginum. mbl.is/Eggert

„Það er nánast útilokað fyrir mig að labba Laugaveginn vegna allra hindrananna á gangstéttunum. Öll þessi auglýsingaskilti frá veitingastöðum og verslunum eru alls staðar,” segir Vilhjálmur Gíslason sem er blindur og notast við blindrastaf. 

Nýlega rak Vilhjálmur sig illa í eitt slíkt skilti og datt næstum niður tröppur þegar hann reyndi að komast fam hjá því. „Stundum stoppar fólk mig bæði Íslendingar og ferðamenn og býðst til að hjálpa mér,“ segir Vilhjálmur og bendir á að það sýni að fólki blöskri aðstæðurnar.  

„Vantar alla þjónustulund hjá borginni“

Fátt er um svör hjá Reykjavíkurborg þegar Vilhjálmur hefur reynt að kanna hvort umrædd skilti séu lögleg sem og hvort einhverjar reglur gilda um staðsetningu þeirra. 

„Ég fékk ekki samband við neinn. Ég fékk alltaf sömu svörin um að ég þyrfti að senda tölvupóst þrátt fyrir að ég benti þeim á að ég gæti hvorki skrifað tölvupóst sjálfur né lesið hann,“ segir Vilhjálmur sem er blindur eins og áður hefur komið fram. Hann gagnrýnir þessa þjónustu eða skort á henni og segir „vanta alla þjónustulund hjá borginni“. 

Ástandið hefur verið svona síðustu ár og enginn vilji hefur staðið til að laga ástandið, að sögn Vilhjálms. Hann hefur talað við nokkra veitingahúsaeigendur. „Þeir skilja svo vel vandann þegar ég ræði við þá og svo er það allt gleymt um leið og ég loka hurðinni,“ segir Vilhjálmur og glottir. 

Það er ekki auðvelt fyrir blinda og sjónskerta að ganga ...
Það er ekki auðvelt fyrir blinda og sjónskerta að ganga Laugaveginn. mbl.is/Eggert

Óþarfi að vera með læti

Vilhjálmur tekur fram að hann vilji reyna að fá svör og að ástandið verði bætt. Hann hugsi fremur í lausnum. „Blindir og sjónskertir geta oft verið með læti og það er óþarfi. Ég veit það sjálfur, þegar ég var sjáandi að maður hugsaði ekki um það hvernig blindir hafa það. Þegar maður lendir sjálfur í þessu fer maður að skilja,“ segir Vilhjálmur. Þess vegna finnist honum slæmt að lenda á vegg og geta ekki rætt þetta við borgina sem sýni málinu skeytingarleysi. „En ég vona einn daginn að eitthvað verði gert,” segir hann. 

Tilboðin eru fjölmörg sem birtast á skiltum á Laugaveginum.
Tilboðin eru fjölmörg sem birtast á skiltum á Laugaveginum. mbl.is/Eggert

Auk skiltanna á Laugavegi eru fjölmargar aðrar hindranir sem bíða blindra og sjónskertra. „Fólk stoppar oft á gangstéttinni og heldur smá fund þar og þá lendir maður í því að reka stafinn óvart í það sem ég vil alls ekki,“ segir Vilhjálmur. Bílum er gjarnan lagt upp á gangstéttir en þeir sem koma með vörur eru með leyfi til þess á Laugaveginum. „Ef bílstjórarnir sjá mig bjóðast þeir alltaf til að aðstoða mig. Ég vil alls ekki lasta þá,“ segir Vilhjálmur í léttum tón.

Lögreglan fljót að bregðast við

Byggingaframkvæmdir í borginni eru oft ekki vel merktar með tilskildum skiltum. Vilhjálmur hefur oft rekið sig á ýmislegt í þeim efnum. Síðast í framkvæmdum í Austurstræti. Hann benti lögreglunni einu sinni sem oftar á það sem betur mætti fara. „Lögreglan er alveg einstök og er fljót að kippa því í liðinn þegar ég hef leitað til hennar. Samskiptin eru alveg með einstakri prýði,“ segir hann og ítrekar að það sé ekki það sama upp á teningnum hjá Reykjavíkurborg.  

mbl.is

Innlent »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...