Færa aðalfund til að sýna samstöðu

Aðalfundur VM verður ekki haldinn á Grand hóteli eins og …
Aðalfundur VM verður ekki haldinn á Grand hóteli eins og til stóð. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vegna verkfallsboðunar VR og Eflingar á hótelum dagana 28. og 29. mars hefur stjórn VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekið þá ákvörðun að breyta fundarstað aðalfundar sem auglýstur var á Grand hótel Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VM.

Fundurinn verður haldinn á Hallveigarstíg 1 í miðborg Reykjavíkur, á áður auglýstum tíma, eða föstudaginn 29. mars kl. 17.

„Ljóst er að ef fundurinn færi fram á Grand hótel gætu komið upp aðstæður sem væri hægt að túlka sem verkfallsbrot. VM virðir verkfallsrétt allra launamanna á landinu og telur ekki annað hægt en að færa fundinn vegna þessa.

VM styður verkfallsaðgerðir Eflingar og VR, enda er það réttur launafólks að leggja niður störf til þess að knýja á um kjarabætur,“ segir í tilkynningu VM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert