Fundað hjá sáttasemjara

Ragnar Þór Ingólfsson kemur á fundinn í dag.
Ragnar Þór Ingólfsson kemur á fundinn í dag. mbl.is/Hari

Full­trú­ar verka­lýðsfé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins funda í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara en fundurinn hófst klukkan 13.00. Fall flugfélagsins WOW air á ekki að hafa áhrif á fundinn en Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, sagði að brýnt væri að ekki kæmi til átaka.

„Ég held að þessi tíðindi muni hvetja okk­ur áfram til að klára það verk­efni sem við stönd­um nú frammi fyr­ir,“ sagði Ragnar við mbl.is í dag. 

Hann sagði að um 250 félagsmenn VR væru starfsmenn WOW air og fall félagsins sé gríðarlegt áfall fyrir VR og vinnumarkaðinn á Íslandi.

Eins og kom fram í gær var fyrirhuguðum verkföllum hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra aflýst. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sagði við mbl.is í gærkvöldi að mjög góður grundvöllur hafi myndast á fundi í gær að því að gera kjarasamning.

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson. mbl.is/Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina