Ráðningarstofur kynna sig

Berglind Hafsteinsdóttir og Drífa Snædal skrifa undir samkomulag um greiðslur.
Berglind Hafsteinsdóttir og Drífa Snædal skrifa undir samkomulag um greiðslur.

Erlendar ráðningarstofur sem sérhæfa sig í ráðningu flugmanna og flugfreyja hafa haft samband við stéttarfélög flugmanna og flugfreyja/flugþjóna sem störfuðu hjá WOW air. Íslenska flugmannafélagið hyggst hafa milligöngu um slíkar kynningar í þessari viku. Flugmenn og flugfreyjur sem hafa látið vita af sér fá einnig fyrirspurnir beint.

Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins, segir að flest flugfélög séu búin að ráða fyrir sumarið og því sé hætt við að bestu bitarnir séu farnir. Hann veit ekki til þess að vinnu sé að hafa hér innanlands. Þeir sem taki tilboðum um vinnu erlendis þurfi að flytja úr landi og verði ríkið af skatttekjum við það. 178 flugmenn voru hjá WOW air þegar félagið hætti.

Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að flugfreyjur og flugþjónar séu að líta í kringum sig eftir vinnu en tekur fram að fólkið sé enn að ná áttum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert