Hafnaði kröfum Safari-fjölskyldunnar

Fulltrúar réttindaráðs Hagaskóla. Zainab Safari er önnur til vinstri á …
Fulltrúar réttindaráðs Hagaskóla. Zainab Safari er önnur til vinstri á myndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Shahnaz Safari og börnum hennar tveimur, Zainab og Amil, verður ekki veitt alþjóðlegt vernd hér á landi samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála.

Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV en kærunefndin komst að niðurstöðu sinni í vikunni. Óskað var eftir frestun réttaráhrifa og að mál þeirra yrði tekið fyrir að nýju en báðum kröfum var hafnað.

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í samtali við RÚV að málinu væri ekki lokið.

Sam­nem­end­ur Zainab í Hagaskóla söfnuðu 600 und­ir­skrift­um og 6.000 ra­f­ræn­um und­ir­skrift­um vegna máls fjöl­skyld­unn­ar. Auk þess stóðu þeir fyr­ir mót­mæl­um þar sem brott­vís­un fjöl­skyld­unn­ar var mót­mælt.

Fram kemur í frétt Stundarinnar í dag að nemendur Hagaskóla muni halda áfram að berjast fyrir Zainab og fjölskylduna þrátt fyrir hinar neikvæðu fréttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert