Kallað eftir umsögnum um orkupakkann

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Hari

Fyrri umræða á Alþingi um þriðja orkupakka Evrópusambandsins fór fram í fyrri hluta síðustu viku og gekk málið að henni lokinni til utanríkismálanefndar þingsins.

Utanríkismálanefnd hefur sent út umsagnarbeiðnir til 127 aðila. Þar á meðal allra sveitarfélaga landsins og landshlutasamtaka þeirra. Enn fremur til hagsmunasamtaka sem og félagasamtaka sem látið hafa sig málið varða. Tveir einstaklingar hafa fengið umsagnarbeiðni, þau Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Maria Elvira Mendez Pinedo, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Frestur sveitarfélaganna til þess að skila inn umsögnum er til 29. apríl en annarra 30. apríl. Tekið er fram á vef Alþingis að hver sem er geti þó sent inn umsagnir um þingmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert