Minnast látins Hróksvinar

Í hönd fer þrettánda páskaskákhátíðin í röð.
Í hönd fer þrettánda páskaskákhátíðin í röð. Ljósmynd/Hrókurinn

Liðsmenn Hróksins eru komnir til Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæjar Grænlands, þar sem í hönd fer þrettánda páskaskákhátíðin í röð. Um er að ræða aðra ferð Hróksins til Grænlands á þessu ári, en útbreiðsla skáklistar og vináttu hófst árið 2003 og eru ferðirnar alls orðnar um 80. 

Að þessu sinni er hátíðin tileinkuð minningu Karls Napatoq, hins 25 ára veiðimanns og Hróksvinar, sem drukknaði í Scoresby-sundi 14. mars síðastliðinn. Karl og fjölskylda hans voru meðal fyrstu vina Hróksliða í Ittoqqortoormiit, og Paulus bróðir hans, sem er blindur, er besti skákmaður Austur-Grænlands.

Karli var veiðimennskan í blóð borin og sextán ára var ...
Karli var veiðimennskan í blóð borin og sextán ára var það hans atvinna. Ljósmynd/Hrókurinn

„Strax í fyrstu ferð Hróksins til Ittoqqortoormiit árið 2007 myndaðist vinskapur við fjölskyldu Karls. Þarna voru þau sjö systkinin, börn þeirra Jarusar og Nikolinu. Elstur Paulus, þá Karl, Emilia, Josef, Lea, Pauline og svo Mia litla, gleðigjafinn sem þau höfðu tekið að sér sem ungabarn. Þá átti Jarus son fyrir. Þessir krakkar með Paulus elstan, þá fimmtán ára blindan dreng, voru ótrúlega áhugasöm um skákina og það var mikil áskorun að kenna blindum pilti að tefla en hann var búinn að teikna borðið og mennina í huganum eftir svona 20 mínútur og lærði einfaldlega á fyrsta degi,“ segir Arnar Valgeirsson, frumkvöðull að heimsóknum Hróksins til Ittoqqortoormiit.

Ljósmynd/Hrókurinn

„Karli var veiðimennskan í blóð borin og sextán ára var það hans atvinna auk þess að fara með ferðamenn á hundasleðum út á hið ógnarmikla Scoresbysund sem tók hann til sín stuttu fyrir 26 ára afmæli sitt. Karl hafði ekki mikinn áhuga á skákinni þó hann kæmi og fylgdist með. Náttúrubarn fram í fingurgóma sem náði í sel fyrir bæði fjölskyldu sína og hunda. Veiddi moskuxa eða sauðnaut og var tilbúinn þegar ísbirnir ætluðu sér í þorpið. Lífsbaráttan er hörð þarna uppi í norðri og sorgin mikil hjá þessari mögnuðu fjölskyldu sem aldrei fellur verk úr hendi en Jarus byggði t.a.m. sitt hús sjálfur yfir fjölskyldu sína. Þar hafa liðsmenn Hróksins fengið margan kaffibollann, jafnvel eftir að hafa fengið sel, sauðnaut eða jafnvel ísbjarnarkjöt í kvöldmat. Karl lætur eftir sig barn sem hann átti úr fyrri sambúð. Minningarathöfn var haldin um hann þremur vikum eftir að hann hvarf úti á hafísnum, á tuttugu og sex ára afmælisdegi hans.“

Gleði og kærleikur eru leiðarljós Hróksins, og í þeim anda verður hins unga veiðimanns minnst. Leiðangursmenn nú eru Máni Hrafnsson og Joey Chan, sem eru nú í þriðja skipti fulltrúar Hróksins í ísbjarnarþorpinu mikla.

Á fimmtudag mun Máni tefla Norlandair-fjöltefli við börn og fullorðna í íþróttahúsi bæjarins, á föstudaginn langa fer fram Páskaeggjamót BÓNUS og á laugardag er komið að Air Greenland Meistaramótinu. Á mánudag verður svo Air Iceland Connect-hátíð, Dagur vináttu Íslands og Grænlands.

Ljósmynd/Hrókurinn
Ljósmynd/Hrókurinn
Ljósmynd/Hrókurinn
Ljósmynd/Hrókurinn
Ljósmynd/Hrókurinn
Ljósmynd/Hrókurinn
mbl.is

Innlent »

Alvarleiki lokuþrengsla meiri hjá konum

21:01 Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku hjartans en karlar er er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna og nemenda við HÍ. Meira »

90% með hjálm á hjóli

20:33 90% hjólreiðafólks hjólar með hjálm á höfði. Þriðjungur klæðist sýnileikafatnaði sérstökum, eins og endurskinsflíkum.  Meira »

Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði

20:17 Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. Hún segir að til greina komi að taka RÚV af auglýsingamarkaði og bæta tekjutapið með öðrum hætti. Meira »

Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

19:39 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Menn vilja fara með löndum

19:12 Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Losunin frá flugi allt að þrefalt meiri

18:59 Heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau rúm 820 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem gerð hafa verið upp fyrir flug innan EES ríkja á síðasta ári. Þetta segir Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Plast á víð og dreif um urðunarstöð

18:40 Í myndskeiði af urðunarstöð í Fíflholti á Mýrum má sjá plast á víð og dreif. Framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar segir að það sé vanalegt en að það sé engu að síður vandamál. Meira »

14.500 tonna aukning verði í áföngum

18:29 Skipulagsstofnun telur að efni séu til að kveða á um að framleiðsluaukning laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði verði gerð í áföngum. Framleiðslan verði þannig aukin í skrefum og að reynsla af starfseminni og niðurstöður vöktunar stýri ákvörðunum um að auka framleiðslu frekar. Meira »

Spyr hvort þvinga eigi orkupakkann í gegn

18:21 Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar furðuðu sig á því að umræða um útlendinga og lagafrumvarp dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd og brottvísunartilskipun hafi verið tekið af dagskrá þingfundar, einungis rúmum klukkutíma eftir að greidd voru atkvæði um dagskrá þingfundar. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

17:52 „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

Endurupptökubeiðnin hefur verið send

17:04 Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju. Meira »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »

„Kemur verulega á óvart“

15:30 „Þetta kemur mér verulega á óvart. Mér fannst mjög skemmtilegt að vera tilnefnd, en átti alls ekki von á því að vinna enda flottar bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár – sem helgast af því að 2018 var mjög sterkt ljóðaár, “ segir Eva Rún Snorradóttir sem fyrr í dag hlaut Maístjörnuna. Meira »

Áfrýjar dómi fyrir brot gegn dætrum

15:29 Karlmaður sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og dóttur í Héraðsdómi Reykjaness í apríl hefur áfrýjað 6 ára dómi sínum til Landsréttar. Eiginkona hans hefur ekki enn áfrýjað dóminum. Meira »

„Ég hef verið heppinn“

15:05 „Ég er þakklátur og glaður og ég hef verið heppinn. Það hefur gengið nokkuð vel og ég hef aldrei orðið fyrir manntjóni og það er ekki sjálfgefið,“ segir Ólafur Helgi Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli, sem látið hefur af störfum eftir fjörutíu ár um borð í skipinu. Meira »
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...