Engin þingveisla þetta vorið

Ekki tókst að finna dagsetningu fyrir þingveislu.
Ekki tókst að finna dagsetningu fyrir þingveislu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engin hefðbundin þingveisla verður haldin í vor hjá alþingismönnum eins og hefð hefur verið fyrir. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir að ekki hafi tekist að finna dagsetningu sem hentaði.

Steingrímur segir að dagsetning sem hentaði þingmönnum og heiðursgestum, forseta og forsetafrú, hafi borið upp á boðaðar verkfallsaðgerðir á hótelum. Því hafi verið ákveðið að reyna að finna annan dag fyrir veisluna.

„Við skoðuðum möguleika seint í maí en síðan gekk sá dagur ekki upp,“ segir Steingrímur. Sá möguleiki gekk ekki vegna dagskrár eins af þingflokkunum en hefð er fyrir því að taka tillit til stórra funda hjá flokkunum.

Steingrímur svarar því neitandi að einhver illindi séu ástæða þess að ekkert verður af veisluhöldum. 

Við lentum bara í vandræðum með að finna dagsetningu sem gekk almennilega upp. Eftir að hafa athugað aðra möguleika var niðurstaðan sú að það var ekki hægt að koma þessu fyrir með góðum hætti.

mbl.is