Grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna

Fíkniefnin fundust í neyslupakkningum víðsvegar um íbúðina.
Fíkniefnin fundust í neyslupakkningum víðsvegar um íbúðina. mbl.is/​Hari

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á umtalsvert magn kannabisefnis og amfetamíns í húsleit sem gerð var í íbúðarhúsnæði að fenginni heimild síðastliðinn föstudag. Fíkniefnin fundust í neyslupakkningum víðsvegar um íbúðina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Karlmaður og kona voru handtekin, grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna, en í fórum þeirra fundust tugir þúsunda króna sem taldir eru vera ágóði af sölu fíkniefna.

Þá handtók lögregla einstakling sem framvísaði sígarettupakka með amfetamíni í gærmorgun, og ökumaður sem grunaður var um fíkniefnaakstur framvísaði  kannabisefnum þegar lögregla tók hann úr umferð.

mbl.is