Hanagal á Húsatóftum

Valgerður Auðunsdóttir með litríkan hana af landnámskyni; morgunhressan fugl sem …
Valgerður Auðunsdóttir með litríkan hana af landnámskyni; morgunhressan fugl sem vekur allt til lífsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gefur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Árnessýslu.

Búskapur á þessum slóðum er með fjölbreyttu sniði. „Við á þessu heimili köllum okkur H-bændur,“ segir Valgerður Auðunsdóttir á Húsatóftum I. Þau Valgerður og Guðjón Vigfússon eiginmaður hennar, sem bæði eru fædd og uppalin á Skeiðunum, voru lengi með kúabú, en misstu bæði skepnur og hús í eldsvoða fyrir þrettán árum.

Sneru sér þá alfarið að öðru sem allt byrjar á H, það er hunangsframleiðslu, hrossabúskap, heysölu og hænsnarækt. Eggin streyma endalaust frá púddunum sem eru af landnámskyni – og sum þeirra eru sett í útungunarvél sem úr koma ungar sem eru seldir.

Sjá samtal við Valgerði í  heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »