Kíkt á nýja sjúkrahótelið

Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið.

Sólrún Rúnarsdóttir, deildarstjóri á sjúkrahótelinu, á von á því að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir heilbrigðiskerfið og segir að opnunarinnar sé beðið með talsverðri eftirvæntingu á sjúkrahúsinu. Aðstaðan verði að miklu leyti lík því sem gerist á venjulegum hótelum.

„Fólki á að líða vel, við reiknum með að það verði til þess að það hjálpi fólki að batna,“ segir Sólrún en í myndskeiðinu er rætt við hana og kíkt á aðstöðuna.

mbl.is