Andlát: Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður

Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður lést í gær, 41 árs að aldri.
Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður lést í gær, 41 árs að aldri. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Ingveldur Geirsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, er látin. Hún lést í gær eftir baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2014 og hafði talað opinskátt um baráttu sína við sjúkdóminn, sem hún tókst á við af æðruleysi.

Ingveldur hóf störf á Morgunblaðinu árið 2005 og starfaði á blaðinu til æviloka, en réði sig þó yfir á Stöð 2 til skamms tíma árið 2012 og starfaði þar sem fréttamaður þar til hún flutti sig aftur yfir á Morgunblaðið 2013.

Hún gegndi einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands og var í varastjórn félagsins frá 2014-2015 og síðan í aðalstjórn frá 2015-2019.

Ingveldur Geirsdóttir í febrúar árið 2015.
Ingveldur Geirsdóttir í febrúar árið 2015. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mætti verkefninu af æðruleysi

Í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í febrúar árið 2015 sagði Ingveldur, þá ólétt að öðru barni sínu, að viðhorfið skipti miklu í veikindum eins og þeim sem hún glímdi við.

„Oft er talað um að fólk sé að berj­ast við krabba­mein en ég lít ekki á þetta sem styrj­öld. Bara verk­efni, eins og svo margt annað sem við stönd­um frammi fyr­ir í líf­inu. Veik­indi eru part­ur af líf­inu. Mörg­um sem grein­ast með krabba­mein finnst lífið ef­laust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frek­ar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á ein­hvern veg. Það er al­veg ljóst. Fari þetta með mann í gröf­ina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur.

Ing­veld­ur hlaut hvatn­ing­ar­verðlaun Brjósta­heilla árið 2015, fyr­ir að af­hjúpa lík­ama ...
Ing­veld­ur hlaut hvatn­ing­ar­verðlaun Brjósta­heilla árið 2015, fyr­ir að af­hjúpa lík­ama sinn, eftir að hún undirgekkst brjóstnám, á forsíðu Sunnudagsblaðs Morg­un­blaðsins. Hér veitir hún verðlaununum viðtöku. mbl.is/Eggert

Hún sagðist ekki hrædd við dauðann og sýndi mikið æðruleysi gagnvart því verkefni sem hún stóð frammi fyrir.

Ingveldur á forsíðu Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins í febrúar 2015.
Ingveldur á forsíðu Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins í febrúar 2015.

„Ég hef alltaf verið æðru­laus mann­eskja. Mitt lífsviðhorf mótaðist lík­lega af því að al­ast upp í sveit. Sem lít­il stelpa horfði ég á lífið verða til, sá tudd­ana fara upp á kýrn­ar og hrút­ana upp á ærn­ar. Ég kynnt­ist líka dauðanum, tók á móti dauðum lömb­um og kálf­um og sá oft um að grafa dauð dýr, stund­um með mik­illi viðhöfn. Við systkin­in smíðuðum krossa á graf­irn­ar, lögðum blóm­vendi á þær og sung­um sálma. Maður hef­ur af­skap­lega lítið um þessa hluti að segja, þetta er gang­ur lífs­ins,“ sagði Ingveldur Geirsdóttir.

Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn.

Samstarfsfólk Ingveldar á Morgunblaðinu og mbl.is sendir fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Hennar verður sárt saknað.

mbl.is

Innlent »

Sendir Miðflokksmönnum baráttukveðjur

13:03 „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur.“ Meira »

Fái ekki takmarkalausan ræðutíma

12:29 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fylgjandi því að þingskaparlögum verði breytt þannig að þingmenn fái ekki takmarkalausan ræðutíma um ákveðin mál eins og raunin hefur verið með umfjöllun Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Meira »

Vill skýrara regluverk um skattakóngalista

11:59 „Listinn mun ekki birtast. Það er ekki hlutverk ríkisskattstjóra að birta slíkar upplýsingar,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Ekki verður sendur út listi til fjöl­miðla með upp­lýs­ing­um um hæstu greiðend­ur líkt og löng hefð hef­ur verið fyr­ir. Meira »

Jón Trausti fær 1,8 milljónir í bætur

11:13 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur auk vaxta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds sem hann sætti vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar árið 2017. Meira »

Valitor áfrýjar Wikileaks-máli

10:49 Valitor áfrýjaði nú í vikunni máli fyrirtækisins gegn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell til Lands­rétt­ar. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Valitor til að greiða SSP og Datacell sam­tals 1,2 millj­arða króna í bæt­ur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt fyr­ir­tækja fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga. Meira »

Notkun svartolíu bönnuð í landhelgi Íslands

10:16 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar nú eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi. Auk tilætlaðs ávinnings fyrir loftslagið er breytingunni ætlað að stuðla að auknum loftgæðum við strendur Íslands. Meira »

Búið að opna inn að Landmannalaugum

10:08 Byrjað er að opna fjallvegi á hálendinu eftir vorleysingar, en Vegagerðin er búin að opna veg 208 frá Sigöldu inn að Landmannalaugum. Hins vegar er vegurinn áfram lokaður austur af Laugum og því þarf að fara sömu leið til baka, en Dómadalsleið er einnig lokuð. Meira »

Gefa ekki upplýsingar um hæstu greiðendur

09:59 Ríkisskattstjóri mun hætta að senda út lista til fjölmiðla með upplýsingum um hæstu greiðendur, líkt og löng hefð hefur verið fyrir, þar sem embættið telur ljóst að slík birting teljist ekki samrýmast þeim ákvæðum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Meira »

Varað við umferðartöfum

09:36 Framkvæmdum á Kleppsmýrarvegi í Reykjavík verður framhaldið í dag en í tilkynningu sem embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu barst segir að þeim ætti að vera lokið um kl. 14. Meira »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Fjarlægði hættulegt rör úr sjó

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »

Svipað veður og undanfarið

06:47 Í dag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Svipað veður og hefur verið. Skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnan til. Mögulega verða einhverjar hellidembur í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Meira »

Sorg sem hverfur aldrei

06:36 Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og vanlíðanin er bæði andleg og líkamleg. Á sama tíma fer ekkert formlegt ferli af stað í heilbrigðiskerfinu sem grípur foreldrana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverfur og verður alltaf til staðar. Meira »

18 ára á 177 km hraða

05:57 Lögreglan stöðvaði bifreið á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hafa mælt bifreiðina á 177 km hraða. Ökumaðurinn er aðeins 18 ára og var hann færður á lögreglustöð þar sem mál hans var afgreitt og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...