Skýrslan mun tefjast til 14. maí

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands hefur greint frá því að boðuð skýrslu á hans vegum um neyðarlánið sem bankinn veitti Kaupþingi í október 2008 upp á 500 milljónir evra frestist nokkuð frá því sem síðast var boðað og að hún muni koma út 14. maí næstkomandi.

Í skýrslunni er einnig ætlunin að varpa ljósi á sölu Seðlabankans á FIH-bankanum í Danmörku en neyðarlánið var veitt gegn allsherjarveði í bankanum á sínum tíma.

Í viðtali sem birt var við Má Guðmundsson seðlabankastjóra í ViðskiptaMogganum 20. mars síðastliðinn kom fram að skýrslan myndi koma út 30. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »