Jet2.com fjölgar ferðum til Íslands

Boeing 737-300 flugvél Jet2 tekur hér af stað frá Leeds …
Boeing 737-300 flugvél Jet2 tekur hér af stað frá Leeds Bradford-flugvelli. Ljósmynd/Wikipedia.org/54north

Flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks hafa ákveðið að rúmlega tvöfalda ferðaáætlun sína til Íslands veturinn 2019 til 2020. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia, sem segir félögin munu í fyrsta sinn bjóða upp á sérferðir til Íslands frá East Midlands-flugvellinum.

„Við á Keflavíkurflugvelli tökum fagnandi á móti okkar góðu vinum hjá Jet2.com,“ er haft eftir Hlyn Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, í tilkynningunni. „Samband okkar hefur verið gott og við hlökkum til að vinna með þeim um ókomin ár.֧“

Farnar verða 32 ferðir til Íslands til að sjá norðurljósin og eru það meira en tvöfalt fleiri ferðir en farnar voru vetur, þar á meðal 12 ferðir á tímabilinu frá október til nóvember og 20 ferðir á tímabilinu frá febrúar til apríl. 

Sex ferðir verða farnar frá Birmingham, tvær í nóvember og fjórar í mars-apríl. Fjórar ferðir verða farnar frá East Midlands, tvær í nóvember og tvær um miðjan mars. Fjórar ferðir verða farnar frá Glasgow, tvær um miðjan október og tvær í febrúar. Sex ferðir verða farnar frá Manchester, tvær í október og fjórar á tímabilinu frá febrúar til apríl, og þá verða sex ferðir farnar frá Newcastle, tvær í október og fjórar á tímabilinu frá febrúar til apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert