Seyðisfjörður setur ferðamönnum reglur

Norræna kemur með 1.200 farþega vikulega til Seyðisfjarðar.
Norræna kemur með 1.200 farþega vikulega til Seyðisfjarðar. mbl.is/Árni Sæberg

Seyðisfjörður hefur sett ferðamönnum skemmtiferðaskipa sem koma til bæjarins leiðbeinandi reglur. Í þeim eru ferðamenn m.a. beðnir um að mynda ekki börn að leik án samþykkis frá foreldrum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar, að hugmyndin hafi kviknað fyrir um tveimur árum. Pirringur hafi verið meðal bæjarbúa yfir til dæmis ferðamönnum sem voru að taka myndir inn um gluggana hjá fólki.

Reglunum verður dreift rafrænt með aðstoð AECO, samtaka leiðsöguskipafyrirtækja, til skipa sem koma til hafnar á Seyðisfirði en áætlað er að um 70 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert