Rauk úr Blíðu

Reyk lagði úr Blíðu SH-277 frá Stykkishólmi í slippnum í …
Reyk lagði úr Blíðu SH-277 frá Stykkishólmi í slippnum í Njarðvík í dag.

Tilkynning barst Brunavörnum Suðurnesja síðdegis um reyk sem lagði frá bát í slippnum í Njarðvík. Slökkvilið mætti á vettvang og fann mikinn reyk í bátnum, reykræsti hann og afhenti lögreglu vettvang.

Eldurinn var minniháttar, ef nokkur. Reykurinn vakti engu að síður óhug. Lögreglan er á vettvangi sem stendur. Óljóst er hvað kann að hafa borið til en það getur verið tengt leiðslum í vélarrými, sem kunna að hafa brunnið yfir.

Umræddur bátur er Blíða SH-277. Ekki var unnið að viðgerð í bátnum í dag, þannig að reykurinn virðist hafa verið sjálfsprottinn við fyrstu sýn. Blíða er um tuttugu tonna stálbátur.

mbl.is