Ákærusvið fer yfir Euromarket-málið

Ákærusvið lögreglunnar fer yfir Euromarket-málið svokallaða.
Ákærusvið lögreglunnar fer yfir Euromarket-málið svokallaða. mbl.is/Eggert

Euromarket-málið svokallaða er komið inn á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er farið yfir málið með tilliti til þess hvort það sé fullrannsakað svo hægt sé að taka ákvörðun um saksókn í málinu.

Rann­sókn lög­reglu á Euro­mar­ket-mál­inu er ein sú um­fangs­mesta sem ráðist hef­ur verið í á skipu­lagðri glæp­a­starfs­semi. Alls höfðu 28 ein­stak­ling­ar og fjór­ir lögaðilar rétt­ar­stöðu grunaðra hér­lend­is í mál­inu, en það snýr að fíkni­efna­fram­leiðslu, fíkni­efna­smygli, fjár­svik­um og pen­ingaþvætti.  

Ráðist var í aðgerðir vegna rann­sókn­ar­inn­ar í des­em­ber árið 2017, en ásamt ís­lensku lög­regl­unni fara pólsk og hol­lensk lög­reglu­yf­ir­völd með rann­sókn máls­ins með milli­göngu Europol.

„Við erum að fara yfir þetta,“ segir María Káradóttir hjá ákærusvið lögreglunnar og bætir við: „Málið er stórt. Það er með umfangsmeiri málum sem lögreglan hefur rannsakað.“

Ekki liggur fyrir hvenær ákærusviðið lýkur yfirferð sinni. 

Rann­sókn máls­ins hófst árið 2014 í Póllandi en ís­lenska lög­regl­an kom inn í rann­sókn­ina haustið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert