Fylgi Pírata dalar

Fylgi Pírata mælist nú 9,8%, en fylgi flokksins var 13,4% …
Fylgi Pírata mælist nú 9,8%, en fylgi flokksins var 13,4% í síðustu könnun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgi Pírata og Miðflokksins breytist mest milli kannana MMR og segjast 9,8% kjósa Pírata ef kosið væri til Alþingis, en 13,4% sögðu hið sama í síðustu könnun. Á sama tíma hefur fylgi Miðflokksins hækkað úr 9,2% í síðustu könnun í 11,8% nú.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka og nýtur fylgis 21,3% svarenda og hefur fylgið aukist um rúmt prósentustig. Samfylking er næst stærsti flokkurinn í könnuninni og mælist með 13,9% fylgi, en var með 14,1%. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,2% og var 13,4%.

Framsóknarflokkurinn mælist með 11,6% fylgi en var með 9,8% í síðustu könnun. Viðreisn fær nú 8,4% fylgi og var með 9,2%. Flokkur fólksins er með 6,4% en var með 5,1%. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,2% og mældist 4,2% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið milli mánaða og mælist með 40,4% stuðning á móti 40,9% í síðustu könnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert