Héldu uppi málþófi um orkupakkann í nótt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins héldu uppi málþófi …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlé var gert á annarri umræðu um þriðja orkupakkann nú á sjöunda tímanum í morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi í alla nótt um þingsályktunartillöguna sem nú liggur fyrir Alþingi.

Miklar umræður og deilur hafa verið um þriðja orkupakkann undanfarin misseri, en málið var afgreitt úr utanríkismálanefnd á mánudaginn og lagt fram til síðari umræðu í þinginu.

Greiddi full­trúi Miðflokks­ins í utanríkismálanefnd at­kvæði gegn því að málið yrði af­greitt úr nefndinni en aðrir flokk­ar greiddu at­kvæði með því. Fram kom í frétta­til­kynn­ingu frá Miðflokkn­um að ljóst væri að þröngva ætti mál­inu í gegn­um Alþingi á sem skemmst­um tíma þrátt fyr­ir að málið ylli mörg­um áhyggj­um og mik­il andstaða væri við það hjá þjóðinni.

Sagði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formaður nefndarinnar, hins vegar alrangt að málið hafi með ein­hverj­um hætti verið keyrt í gegnum ut­an­rík­is­mála­nefnd.

Seinni umræða um frumvarpið hófst á þriðjudag og var henni haldið áfram haldið síðdegis í gær og í gegnum nóttina. Enn voru nokkrir þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá þegar umræðum var frestað klukkan 6.18 í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert