Lóa Birna stýrir nýju sviði hjá borginni

Lóa Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs …
Lóa Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Lóa Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkti ráðningu hennar á fundi sínum í dag. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ráðgefandi hæfnisnefnd mat Lóu Birnu Birgisdóttur hæfasta til að gegna stöðu sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar en það er nýtt svið sem tekur til starfa 1. júní næstkomandi þegar nýtt skipurit tekur gildi.

Lóa Birna Birgisdóttir er með kandídatspróf í vinnusálfræði frá Árósaháskóla, og með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur gegnt ábyrgðarstöðum á sviði mannauðsmála hjá Reykjavíkurborg samfellt frá árinu 2005, m.a. í 12 ár sem mannauðsstjóri á velferðarsviði og í samninganefnd borgarinnar í sjö ár. Þar áður vann hún í þrjú ár sem verkefnastjóri hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar.

Starfið var auglýst laust til umsóknar í byrjun mars 2019. Umsóknarfrestur var til og með 25. mars 2019. Tólf umsóknir bárust. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka strax eftir að umsóknarfresti lauk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert