Ráða ekki við vindorkuver

Búrfellslundur. Endurhönnun vindorkugarðsins miðar að því að fella vindmyllurnar inn …
Búrfellslundur. Endurhönnun vindorkugarðsins miðar að því að fella vindmyllurnar inn í landslagið og að þær sjáist síður frá vinsælum áningarstöðum. Efri myndin sýnir hvernig myllurnar sáust þegar horft er frá Háafossi að Heklu. Á neðri myndinni er útsýnið frá sama stað eftir endurhönnun. Ljósmynd/Landsvirkjun

Flutningskerfi raforku takmarkar möguleika á uppbyggingu vindorkuvera víða um land. Á vesturhluta landsins eru áform um uppbyggingu þriggja vindmyllugarða með allt að 410 MW afli auk vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum, samtals um 500 MW.

Landsnet hefur hins vegar ekki svigrúm til að tengja nema 85 MW sem svarar til fyrsta áfanga eins vindorkuvers, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Landsneti ber samkvæmt raforkulögum að tengja við flutningskerfið alla þá sem eftir því sækjast. Líklegt er að fyrirtækið þurfi að beita undantekningarákvæði laganna og synja flestum þeim sem óska eftir tengingu á vesturhluta landsins um aðgang, að minnsta kosti tímabundið. Landsnet er að meta þá kosti sem eru líklegastir til að mæta aukinni þörf fyrir flutning á þessu svæði en ljóst er að slíkar aðgerðir munu taka tíma og kalla á fjárfestingu.

Hagkvæmur orkukostur

Töluverð gerjun er í hugmyndum um nýtingu vindorkunnar. Stofnkostnaður vindorkuvera hefur lækkað um helming á áratug og hagkvæmara er orðið eða að verða að virkja vindorkuna en vatnsföllin eða jarðvarmann. Þróunin heldur áfram og er talið að samkeppnisforskot vindorkunnar muni aukast.

Landsvirkjun hefur lengi unnið að rannsóknum á vindorkunni og hefur kynnt hugmyndir að vindorkugörðum við Búrfell og Blöndulón. Fleiri orkufyrirtæki eru að reyna fyrir sér á þessu sviði og nokkur sjálfstæð vindorkufélög eru að kanna möguleikana eða hafa tryggt sér aðstöðu, sum með beinum stuðningi stórra erlendra fyrirtækja, meðal annars framleiðenda vindmylla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »