Þyrlan hífði tvo um borð

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Togarinn Sóley Sigurjóns, þar sem eldur kom upp í í gærkvöldi er nú um 70 mílur norður af Siglufirði. Ekki liggur fyrir hvenær skipið mun koma til lands, en skipið er nú aðeins á um tveggja hnúta ferð. Togarinn Múlaberg er með Sóleyju í togi og þá er varðskipið Týr kominn á vettvang.

Ekkert amar að mannskapnum um borð í skipinu en í nótt var ákveðið að fækka í áhöfn Sóleyjar og voru tveir  tveir skipverjar hífðir um borð í þyrluna TF- LIF sem hélt áleiðis til Akureyrar. Þá eru sex menn eftir um borð í skipinu.

Togarinn Múlaberg kom að Sóleyju laust fyrir miðnætti sem og þyrla gæslunnar. Þá var línu komið á milli skipanna. Þá var björgunarskipinu Sigurvin snúið við. 

Frá björgunaraðgerðum næturinnar.
Frá björgunaraðgerðum næturinnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Liðsmenn Landhelgisgæslunnar, sem eru um borð í varðskipinu Tý, kanna ástandið um borð í rækjutogaranum. 

Það var kl. 21:12 í gærkvöldi þegar stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst neyðarkall frá rækju­tog­ar­an­um Sól­eyju Sig­ur­jóns GK-200 vegna elds sem var laus í vél­ar­rúmi skips­ins. Átta voru um borð en skipið var þá statt um 90 sjó­míl­ur norður af land­inu. 

mbl.is