Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

Frá fundi EES-ráðsins í Brussel í dag. Christan Leffler, starfandi …
Frá fundi EES-ráðsins í Brussel í dag. Christan Leffler, starfandi frkvstj. utanríkisþjónustu ESB, Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Stefan-Radu Oprea, viðskipta- og nýsköpunarráðherra Rúmeníu, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir.

Á fundinum fögnuðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein og fulltrúar ESB 25 ára afmæli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að fundur EES-ráðsins í Brussel í dag var fyrri fundur ráðsins af tveimur á þessu ári en ráðið er skipað utanríkisráðherrum EES EFTA-ríkjanna og fulltrúum framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB.

Á fundinum lýsti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hve mikilvægt EES-samstarfið hefði reynst EES EFTA-ríkjunum á þeim aldarfjórðungi sem liðinn væri frá gildistöku samningsins. Um leið lagði hann áherslu á að standa vörð um tveggja stoða kerfi EES-samningsins, grundvallarforsendu samstarfsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert