Halla settur saksóknari í stað Sigríðar

Halla Bergþóra Björnsdóttur mun taka afstöðu til þess hvort hefja …
Halla Bergþóra Björnsdóttur mun taka afstöðu til þess hvort hefja beri lögreglurannsókn á grundvelli nýrra ábendinga um afdrif Guðmundar og Geirfinns Einarssona. mbl.is/Arnþór

Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, hefur verið falið að taka afstöðu til þess hvort hefja beri lögreglurannsókn á grundvelli nýrra ábendinga um afdrif þeirra Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun og vísaði til svars sem blaðið fékk frá dómsmálaráðuneytinu.

Halla Bergþóra verður settur ríkissaksóknari í málinu, en Sigríður Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari var að eig­in mati van­hæf til að taka af­stöðu til þess hvort hefja eigi rann­sókn að nýju á af­drif­um Guðmund­ar og Geirfinns. Hún til­kynnti dóms­málaráðherra um eigið van­hæfi 12. des­em­ber síðastliðinn.

Samkvæmt frétt á vef RÚV í dag var Halla Bergþóra sett í embættið 22. mars, en hún var svo í leyfi í apríl og segist skammt á veg komin með athugun sína.

Í samtali við fréttastofu RÚV sagðist hún ekki geta tjáð sig neitt um það hvort ábendingar hefðu borist til lögreglu um að mannshvörfin hefðu borið að með saknæmum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert