Eitt stórfellt fíkniefnalagabrot í apríl

Skráð voru 681 hegningarlagabrot hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í apríl.
Skráð voru 681 hegningarlagabrot hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í apríl. mbl.is/Eggert

Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða í aprílmánuði og fjölgaði innbrotum í fyrirtæki og stofnanir þar af hlutfallslega mest. Þá fjölgaði tilkynningum um eignaspjöll á milli mánaða og voru alls 124 í aprílmánuði.

Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Skráð voru 681 hegningarlagabrot og voru brot innan útreiknaðra marka fyrir síðustu sex og síðustu 12 mánuði.

Tilkynntum kynferðisbrotum áttu sér stað í apríl fækkaði miðað við útreiknuð neðri mörk fyrir síðustu sex og 12 mánuði á undan.

Alls voru skráð 118 fíkniefnalagabrot og eitt stórfellt fíkniefnabrot, en skráðum fíkniefnabrotum fækkaði nokkuð á milli mánaða en þó innan útreiknaðra marka.

mbl.is