Enn umræða á Alþingi

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Hari

Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi en rætt hefur verið um þriðja orkupakkann frá því klukkan 13:30 í gær. Undanfarna klukkutíma hafa aðeins þingmenn Miðflokksins tekið til máls.

Um er að ræða seinni umræðu um þriðja orkupakkann og nú Anna Kolbrún Árnadóttir í ræðustól. 

Fimm eru á mælendaskrá en yfirleitt eru það Bergþór Ólafsson, Ólafur Ísleifsson, Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson sem skiptast á að flytja ræður og andsvör síðustu klukkutímana. Meðal annars er lesið upp úr álitum sem einstaklingar hafa sent inn varðandi málið og Ólafur Ísleifsson las upp Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins frá 11. maí skömmu fyrir klukkan sjö í morgun.

Þing­fund­ur hófst klukk­an 13:30. Störf þings­ins voru fyrst á dag­skrá, svo kosn­ing í stjórn Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakk­ann.

Líkt og í gær er mæl­enda­skrá­in nær ein­göngu skipuð þing­mönn­um Miðflokks­ins. Í gær­kvöldi og nótt stigu þing­menn alls 287 sinn­um í pontu til að flytja ræður og svör í tengsl­um við aðra umræðu um þriðja orkupakk­ann svo­nefnda. 

mbl.is