Mynd um Helga á Prikinu

Helgi Hafnar afslappaður á sínum stað.
Helgi Hafnar afslappaður á sínum stað. Ljósmynd/Ómar Sverrisson

Kaffihúsið Prikið er með góðan fastakúnnahóp en þó er einn miðbæjarkarakter og fastagestur sem sker sig ávallt úr hópnum. Það er ljúfmennið Helgi Hafnar sem mætir á Prikið daglega með bros á vör, allir keppast um að faðma hann því hann hefur einstaklega kærleiksríka nærveru.“

Þetta segir Magnea B. Valdimarsdóttir sem vinnur nú að heimildarmynd um Helga og leitar eftir stuðningi á Karolina Fund til að fjármagna verkefnið.

Að sögn Magneu virðist Helgi þrífast vel á rútínu, sest alltaf á sama stað (sem hann hefur gert áratugum saman), fær alltaf sama bolla og með bros á vör spjallar hann við unga sem aldna, ferðamenn, pönkara og heimspekinga.

„Miðbærinn og Prikið væru ekki eins skemmtileg án Helga sem er krydd í tilveruna og mikill viskubrunnur um sögu eins fyrsta kaffihúss Reykjavíkur.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »