Svipað veður og í gær

Í dag stefnir í mjög svipað veður og var í gær, hæga norðlæga átt, skýjað með köflum og líkur á stöku síðdegisskúrum sunnan- og vestanlands, annars skýjað og úrkomulítið. Hiti 4 stig á Norðausturlandi upp í 14 stig á suðvesturhorninu. 

Svipað veður verður uppi á teningnum fram að helgi, en þá kólnar á landinu, einkum NA-lands. Frekar hægur vindur um helgina og áfram úrkomulítið fyrir norðan og stöku skúrir syðra.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað eða skýjað með köflum og allvíða dálítil súld, en stöku síðdegisskúrir, einkum S- og V-til. Hiti frá 4 stigum á NA-horninu, upp í 14 stig á Vesturlandi. Svipað veður á morgun.

Á fimmtudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað á landinu og sums staðar dálítil væta. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á SV-landi. 

Á föstudag:
Breytileg átt, skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, einkum S- og V-til. Kólnar A-lands, annars breytist hiti lítið. 

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg átt 3-10 m/s. Dálítil rigning eða skúrir S- og SV-lands, annars úrkomulítið. Hiti frá 1 stigi á NA-horninu, upp í 12 stig á SV-landi. 

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og slyddu á köflum um landið N-vert, jafnvel snjókomu, annars þurrt að kalla. Kólnar heldur.

mbl.is