Kringlan plastpokalaus 2020

Kringlan.
Kringlan.

Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. 

„Síðustu 10 ár hefur markvisst verið unnið eftir umhverfisstefnu Kringlunnar, stefnu sem kölluð er „Græn spor Kringlunnar“. Nafnið vísar til þess að við skilgreinum nauðsynleg skref sem við stígum jafnt og þétt til að vera umhverfis- og vistvænni og leggjum metnað okkar í að vel sé að verki staðið í þessari vegferð,“ segir Sigurjón Örn Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, í fréttatilkynningu.

mbl.is