Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

Á verkstæðinuDaníel starfar í skapandi umhverfi þar sem kennir ýmissa …
Á verkstæðinuDaníel starfar í skapandi umhverfi þar sem kennir ýmissa grasa, þar eru ekki aðeins smíðaverkfæri heldur líka gínur og margar ljósakrónur. mbl.is/​Hari

Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“

Fyrstu stólarnir mínir voru einfaldlega vinnustólar,“ segir Daníel sem hefur undanfarin 25 ár smíðað jafn mörg afbrigði af stólum sem hafa verið vinsælir bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

„Ég hef aldrei litið á stólana mína sem hönnunargripi beinlínis, heldur eru þetta fyrst og fremst smíðisgripir, enda geri ég þetta sjálfur, ég teikna, útfæri og tek áhættuna. Ég sé um allt viðartau, samsetningu og lökkun, en járnsmiðir smíða járn fyrir mig, vatnsskera, renna og sjóða. Og bólstrunin er í höndum fyrirtækis úti í bæ,“ segir Daníel og bætir við að hann leggi sig fram um að smíða góða hluti sem endast, rétt eins og þeir smiðir sem voru í nytjasmíði í gamla daga.

Sjá samtal við Daníel í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »