Barn flutt á slysadeild

mbl.is/Hjörtur

Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli.

Haft er eftir slökkviliðinu í Reykjavík á fréttavef Ríkisútvarpsins að rannsókn standi yfir á slysinu og að Sogavegi hafi verið lokað fyrir umferð í báðar áttir um tíma vegna þess.

mbl.is