„Foreldrar mínir eru ekkert menntuð“

„Þegar ungt fólk er að ljúka grunnskóla er það í ...
„Þegar ungt fólk er að ljúka grunnskóla er það í veislum ekki spurt í hvaða nám það ætli, heldur í hvaða skóla það ætlar,“ segir dósent við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild háskólans. Það er þrýst á fólk að fara í fína bóknámsskóla. mbl.is/Golli

Menntun er stöðutákn. Að hafa gengið í skóla, framhaldsskóla eða háskóla, veitir fólki ákveðna virðingarstöðu í samfélaginu og þykir eftirsóknarvert. Þetta gildir fyrst og fremst um bóknám. Því er öðruvísi farið með starfstengt eða verklegt framhaldsskólanám. Hlutfallslega færri nemendur fara í starfsnám á Íslandi en í samanburðarlöndum. Það er skýrt með ofuráherslu á bóknám í samfélaginu, sem leiðir oft til þess að nemendur velja bóknám, þrátt fyrir meiri áhuga á hinu. 

Tölfræðin er starfsnámsnemum ekki í hag. Þeir sem útskrifast úr bóklegu stúdentsnámi eru að meðaltali 21 árs gamlir. Úr starfsnámi eru þeir 26 ára gamlir. Þeir síðarnefndu eru sömuleiðis næstum því tvöfalt líklegri til að hverfa frá námi, af þeirri einu ástæðu að þeir eru í þessari gerð af námi.

Þetta kemur fram í máli Dr. Kristjönu Stellu Blöndal, dósents hjá félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Hún segir að það sé gamall vandi að fá ungmenni til þess að velja starfsnám í framhaldsskólum. Þegar þangað er komið, sé þar að auki meira brottfall þaðan en úr bóklegum greinum og sömuleiðis sé fólkið að útskrifast mun síðar en bóknámsnemendur.

Dr. Kristjana Stella Blöndal er dósent hjá félagsfræði-, mannfræði- og ...
Dr. Kristjana Stella Blöndal er dósent hjá félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað stöðu verknáms á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Átök sem snúa að því að fá fleiri í verklegt nám á framhaldsskólastigi hafa ekki hrifið. Þróunin er í öfuga átt. Árið 2000 voru 29% 16 ára stráka í framhaldsskóla í starfsnámi og 20% stelpna á sama aldri. Árið 2017 voru 18% sama hóps stráka í starfsnámi og 8% sama hóps stelpa. Í dag eru 10% ungs fólks, á aldrinum 15-24 ára, í starfsnámi, sem er tíu prósentustigum lægra hlutfall en meðaltalið í Evrópu, sem er um 20%.

Stella flutti erindi um þessi mál á málþingi Vísindafélags Íslands um nýsköpunarhæfni til framtíðar í íslensku menntakerfi á miðvikudaginn. Um það efni fjallaði hún út frá sjónarhorni starfsnáms í íslensku framhaldsskólakerfi. Hún byggði mál sitt um margt á víðfeðmri langtímarannsókn hennar og Jóns Torfa Jónassonar, sem náði til allra almennra framhaldsskóla árið 2007.

Ofuráhersla á bóknám

Stella segir að starfsnámsnemum fækki hlutfallslega á Íslandi, þrátt fyrir viðleitni til að snúa því við. Meðal skýringa er ofuráherslan á bóknám. „Þegar ungt fólk er að ljúka grunnskóla er það í veislum ekki spurt í hvaða nám það ætli, heldur í hvaða skóla það ætlar,“ segir Stella og segir þetta benda til þess að meiri áhersla sé lögð á virðingarstöðuna tengda náminu en námið sjálft.

Þótt helmingur nemenda segist hafa meiri áhuga á verklegum greinum ...
Þótt helmingur nemenda segist hafa meiri áhuga á verklegum greinum í grunnskóla endar aðeins 14% á að fara í verknám. Það er þrýstingur að fara í bóknám. Haraldur Jónasson / Hari

Önnur skýring segir Stella að sé sú að fólk velur nám á óígrundaðan hátt. Margir sem hafa meiri áhuga á verklegum greinum velja samt bóknám vegna þess að þeir óttast að þeir loki leiðum ef þeir velja starfsnám. Á sama tíma þarf fólk að þekkja nokkuð vel til inni í menntakerfinu til þess að vita hvaða leiðir eru færar í starfsnámi, sem er þekking sem ekki allir búa yfir. Í stað þess að hennar sé aflað, eru farnar hefðbundnar leiðir.

Velja nám gegn áhuga sínum

Það er þrýstingur að velja bóknám, sem leiðir til þess að stór hópur nemenda sem er að velja sér nám, virðist gera það gegn raunverulegum áhuga sínum. Í rannsókninni sögðust tæpur helmingur nemenda í grunnskóla hafa meiri áhuga á verklegum greinum en bóklegum. Aðeins 14% ratar í starfsnám.

Óvissan um námsval er slæm fyrir nemendur. „Nemendur í starfsnámi voru almennt vissari um námsvalið sitt í framhaldsskóla. Það er fullt af fólki sem velur sér bóklegt nám, sem er ekki þar af heilum hug. Þau eru mun óvissari,“ segir hún. Þessir óvissu bóknámsnemendur sem sögðust oft hugsa um að skipta yfir í starfsnám langsamlega verst út úr könnunum um farsæld í námi.

Í Tækniskólanum í Reykjavík, sem er einn helsti vettvangur verklegs ...
Í Tækniskólanum í Reykjavík, sem er einn helsti vettvangur verklegs framhaldsskólanáms á Íslandi, eru nemendur á öllum aldri. Að meðaltali eru þeir sem klára starfsnám 26 ára. mbl.is/Sigurður Bogi

Námsleg skuldbinding starfsnámsnema var betri en bóknámsnema sem kom fram í því að þeir voru líklegri til að hafa áhuga á náminu og sjá tilgang með því. Hins vegar er félagsleg skuldbinding starfsnemanna lakari. Þar er fólk að koma úr mismunandi aðstæðum og er því ólíklegra til að tengjast samnemendum og vera ánægt með félagslífið í skólanum. 

Foreldrar minnast ekki á starfsnám

Stella segir að bakgrunnur nemenda skipti máli. Þeir sem eiga háskólamenntaða foreldra eru líklegri til þess að fara sjálfir í bóklegt nám. Oft er starfsnám ekki einu sinni rætt, sem kemur fram í því að 60% ungmenna vissu ekki hvaða afstöðu foreldrar þeirra höfðu til starfsnáms þegar þau voru spurð en aðeins 14% vissu ekki hvaða afstöðu til bóklegs stúdentsprófs þeir höfðu. Flestir höfðu sem sagt fundið fyrir því að foreldrar þeirra vildu að þau kláruðu stúdentspróf.

Ekki aðeins er umræðan lítil um starfsnám inni á heimilum heldur eru sumir sem vita hreinlega ekkert hvað foreldrar sínir vinna við eða hafa lært. Þetta veldur vitanlega skorti á fyrirmyndum. „Stór hluti ungs fólks veit ekki aðeins ekki hvaða menntun foreldrar þeirra hafa, heldur vita þau einfaldlega ekkert við hvað þau starfa,“ segir Stella og segir að þetta komi ítrekað fram í rannsóknum.

Loks segir Stella að þáttur í því að svona fáir komi í starfsnám sé vanþekking á því hve fjölbreytt það er og hvernig það er byggt upp. Til dæmis viti ekki allir að það er tiltölulega greið leið að fá stúdentsskírteini út frá starfsnámi. Þannig lokar það engum leiðum.

mbl.is

Innlent »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »

„Sterk rök með og á móti“

13:41 Tvennu þarf að svara eigi RÚV að fara af auglýsingamarkaði, segir forsætisráðherra. Mun aðgerðin hjálpa öðrum innlendum fjölmiðlum og er unnt að tryggja að RÚV verði ekki fyrir tekjutapi? Meira »

Ruslatunnur í Vestmannaeyjum gæddar lífi

13:32 Litríkar furðuverður hafa lífgað upp á ruslatunnur í Vestmannaeyjum í sumar. Frænkurnar Ísabella Tórshamar og Guðný Tórshamar standa á bakvið listaverkin, sem hafa vakið mikla athygli meðal bæjarbúa og ferðamanna. Meira »

Gleðigöngufólk reimar á sig skóna

12:00 Aldrei hafa fleiri atriði verið skráð til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga, sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14 í dag. Þaðan verður gengið eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og mun gangan svo enda við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll bifast ekki

11:36 Það veit enginn hver á „viðbjóðslega“ eyðibílinn sem situr sem fastast á nemendabílastæðinu við Menntaskólann í Reykjavík. Fyrrverandi inspector automobilum hefur þungar áhyggjur af framhaldinu. Meira »

Fyrsti íslenski bjórsérfræðingurinn

10:50 „Þetta er eins konar þekkingarvottun innan bjóriðnaðarins,“ segir Hjörvar Óli Sigurðsson, 25 ára barþjónn á Brewdog Reykjavík við Hverfisgötu. Meira »

„Leiðinlega hvasst“ sumstaðar í dag

10:12 Það verður „leiðinlega hvasst“ sumstaðar á landinu í dag, samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinar. Gular viðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Suðausturlandi, Austfjörðum, Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð. Meira »

Ekki mitt að dæma

09:06 Á Norðurlandi eystra hefur Halla Bergþóra Björnsdóttir gegnt stöðu lögreglustjórans síðan í ársbyrjun 2015. Halla nýtur sín vel í starfi enda hefur hún brennandi áhuga á löggæslumálum. Hún segir lögreglu eiga fyrst og fremst að þjóna almenningi, tryggja öryggi og hjálpa fólki í viðkvæmri stöðu. Meira »

Vel heppnuð hátíð á afskekktri eyju

08:30 „Þetta var sannkölluð ævintýraferð og gekk öllum vonum framar,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Á fimmtudag lauk hátíð Hróksins í Kullorsuaq, 450 manna þorpi á samnefndri eyju á 74. breiddargráðu við vesturströnd Grænlands. Meira »

Rauðber dreifast víðar um land

08:18 Rauðberjalyng hefur fundist víðar um land en áður en tegundin hefur nú numið land í Munaðarnesi í Borgarfirði og víðar í héraðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skógræktarinnar. Meira »

Innkalla 376 Volvo-bifreiðar

08:18 Bílaumboðið Brimborg hefur tilkynnt Neytendastofu um að innkalla þurfi 376 Volvo-bifreiðar af ýmsum gerðum sem framleiddar voru á árunum 2014 til 2019. Frá þessu er greint á vef Neytendastofu. Meira »

Fékk þakkarbréf 16 árum síðar

08:03 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fékk fyrr í sumar þakkarbréf frá spænskri konu sem hann skutlaði frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur árið 2003, fyrir sextán árum síðan. Meira »

Ekki tekst að ljúka framkvæmdun fyrir skólabyrjun

07:57 Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir í nokkrum skólum Reykjavíkur. Ekki mun takast að ljúka öllum framkvæmdum áður en skólastarfið hefst í næstu viku. Meira »

Engir loftgæðamælar við hafnir

07:37 Draga má þá ályktun af niðurstöðum loftgæðamælinga við Hof á Akureyri að útblástur svifryks, niturdíoxíðs og brennisteinsdíoxíðs frá skemmtiferðaskipum hafi ekki haft heilsufarsleg áhrif á fólk í miðbæ Akureyrar eða allra næsta nágrenni. Meira »

Átta gistu fangageymslur í borginni

07:26 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og nótt, en alls voru 109 mál skráð í dagbók lögreglu og þurfti að stinga átta manns í fangaklefa af ýmsum ástæðum. Þakplötur fuku einnig af fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi. Meira »

Draga þarf úr álögum á fjölmiðla

05:30 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, kallar eftir endurskoðun á skattaumhverfi íslenskra fjölmiðla. Það taki enda mið af gömlu rekstrarumhverfi sem eigi ekki lengur við. Meira »

Fengu ekkert að vita

05:30 Þjóðleikhúsinu var ekki gert viðvart um að framkvæmdir á Hverfisgötu, sem valda lokun hennar og miklu raski, myndu dragast á langinn. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir að síðast hafi honum verið tjáð að framkvæmdunum lyki um Menningarnótt. Meira »