„Foreldrar mínir eru ekkert menntuð“

„Þegar ungt fólk er að ljúka grunnskóla er það í ...
„Þegar ungt fólk er að ljúka grunnskóla er það í veislum ekki spurt í hvaða nám það ætli, heldur í hvaða skóla það ætlar,“ segir dósent við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild háskólans. Það er þrýst á fólk að fara í fína bóknámsskóla. mbl.is/Golli

Menntun er stöðutákn. Að hafa gengið í skóla, framhaldsskóla eða háskóla, veitir fólki ákveðna virðingarstöðu í samfélaginu og þykir eftirsóknarvert. Þetta gildir fyrst og fremst um bóknám. Því er öðruvísi farið með starfstengt eða verklegt framhaldsskólanám. Hlutfallslega færri nemendur fara í starfsnám á Íslandi en í samanburðarlöndum. Það er skýrt með ofuráherslu á bóknám í samfélaginu, sem leiðir oft til þess að nemendur velja bóknám, þrátt fyrir meiri áhuga á hinu. 

Tölfræðin er starfsnámsnemum ekki í hag. Þeir sem útskrifast úr bóklegu stúdentsnámi eru að meðaltali 21 árs gamlir. Úr starfsnámi eru þeir 26 ára gamlir. Þeir síðarnefndu eru sömuleiðis næstum því tvöfalt líklegri til að hverfa frá námi, af þeirri einu ástæðu að þeir eru í þessari gerð af námi.

Þetta kemur fram í máli Dr. Kristjönu Stellu Blöndal, dósents hjá félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Hún segir að það sé gamall vandi að fá ungmenni til þess að velja starfsnám í framhaldsskólum. Þegar þangað er komið, sé þar að auki meira brottfall þaðan en úr bóklegum greinum og sömuleiðis sé fólkið að útskrifast mun síðar en bóknámsnemendur.

Dr. Kristjana Stella Blöndal er dósent hjá félagsfræði-, mannfræði- og ...
Dr. Kristjana Stella Blöndal er dósent hjá félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað stöðu verknáms á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Átök sem snúa að því að fá fleiri í verklegt nám á framhaldsskólastigi hafa ekki hrifið. Þróunin er í öfuga átt. Árið 2000 voru 29% 16 ára stráka í framhaldsskóla í starfsnámi og 20% stelpna á sama aldri. Árið 2017 voru 18% sama hóps stráka í starfsnámi og 8% sama hóps stelpa. Í dag eru 10% ungs fólks, á aldrinum 15-24 ára, í starfsnámi, sem er tíu prósentustigum lægra hlutfall en meðaltalið í Evrópu, sem er um 20%.

Stella flutti erindi um þessi mál á málþingi Vísindafélags Íslands um nýsköpunarhæfni til framtíðar í íslensku menntakerfi á miðvikudaginn. Um það efni fjallaði hún út frá sjónarhorni starfsnáms í íslensku framhaldsskólakerfi. Hún byggði mál sitt um margt á víðfeðmri langtímarannsókn hennar og Jóns Torfa Jónassonar, sem náði til allra almennra framhaldsskóla árið 2007.

Ofuráhersla á bóknám

Stella segir að starfsnámsnemum fækki hlutfallslega á Íslandi, þrátt fyrir viðleitni til að snúa því við. Meðal skýringa er ofuráherslan á bóknám. „Þegar ungt fólk er að ljúka grunnskóla er það í veislum ekki spurt í hvaða nám það ætli, heldur í hvaða skóla það ætlar,“ segir Stella og segir þetta benda til þess að meiri áhersla sé lögð á virðingarstöðuna tengda náminu en námið sjálft.

Þótt helmingur nemenda segist hafa meiri áhuga á verklegum greinum ...
Þótt helmingur nemenda segist hafa meiri áhuga á verklegum greinum í grunnskóla endar aðeins 14% á að fara í verknám. Það er þrýstingur að fara í bóknám. Haraldur Jónasson / Hari

Önnur skýring segir Stella að sé sú að fólk velur nám á óígrundaðan hátt. Margir sem hafa meiri áhuga á verklegum greinum velja samt bóknám vegna þess að þeir óttast að þeir loki leiðum ef þeir velja starfsnám. Á sama tíma þarf fólk að þekkja nokkuð vel til inni í menntakerfinu til þess að vita hvaða leiðir eru færar í starfsnámi, sem er þekking sem ekki allir búa yfir. Í stað þess að hennar sé aflað, eru farnar hefðbundnar leiðir.

Velja nám gegn áhuga sínum

Það er þrýstingur að velja bóknám, sem leiðir til þess að stór hópur nemenda sem er að velja sér nám, virðist gera það gegn raunverulegum áhuga sínum. Í rannsókninni sögðust tæpur helmingur nemenda í grunnskóla hafa meiri áhuga á verklegum greinum en bóklegum. Aðeins 14% ratar í starfsnám.

Óvissan um námsval er slæm fyrir nemendur. „Nemendur í starfsnámi voru almennt vissari um námsvalið sitt í framhaldsskóla. Það er fullt af fólki sem velur sér bóklegt nám, sem er ekki þar af heilum hug. Þau eru mun óvissari,“ segir hún. Þessir óvissu bóknámsnemendur sem sögðust oft hugsa um að skipta yfir í starfsnám langsamlega verst út úr könnunum um farsæld í námi.

Í Tækniskólanum í Reykjavík, sem er einn helsti vettvangur verklegs ...
Í Tækniskólanum í Reykjavík, sem er einn helsti vettvangur verklegs framhaldsskólanáms á Íslandi, eru nemendur á öllum aldri. Að meðaltali eru þeir sem klára starfsnám 26 ára. mbl.is/Sigurður Bogi

Námsleg skuldbinding starfsnámsnema var betri en bóknámsnema sem kom fram í því að þeir voru líklegri til að hafa áhuga á náminu og sjá tilgang með því. Hins vegar er félagsleg skuldbinding starfsnemanna lakari. Þar er fólk að koma úr mismunandi aðstæðum og er því ólíklegra til að tengjast samnemendum og vera ánægt með félagslífið í skólanum. 

Foreldrar minnast ekki á starfsnám

Stella segir að bakgrunnur nemenda skipti máli. Þeir sem eiga háskólamenntaða foreldra eru líklegri til þess að fara sjálfir í bóklegt nám. Oft er starfsnám ekki einu sinni rætt, sem kemur fram í því að 60% ungmenna vissu ekki hvaða afstöðu foreldrar þeirra höfðu til starfsnáms þegar þau voru spurð en aðeins 14% vissu ekki hvaða afstöðu til bóklegs stúdentsprófs þeir höfðu. Flestir höfðu sem sagt fundið fyrir því að foreldrar þeirra vildu að þau kláruðu stúdentspróf.

Ekki aðeins er umræðan lítil um starfsnám inni á heimilum heldur eru sumir sem vita hreinlega ekkert hvað foreldrar sínir vinna við eða hafa lært. Þetta veldur vitanlega skorti á fyrirmyndum. „Stór hluti ungs fólks veit ekki aðeins ekki hvaða menntun foreldrar þeirra hafa, heldur vita þau einfaldlega ekkert við hvað þau starfa,“ segir Stella og segir að þetta komi ítrekað fram í rannsóknum.

Loks segir Stella að þáttur í því að svona fáir komi í starfsnám sé vanþekking á því hve fjölbreytt það er og hvernig það er byggt upp. Til dæmis viti ekki allir að það er tiltölulega greið leið að fá stúdentsskírteini út frá starfsnámi. Þannig lokar það engum leiðum.

mbl.is

Innlent »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

07:37 Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

07:30 Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

05:30 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.  Meira »

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

05:30 Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ákvörðunin kemur á óvart

05:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

05:30 Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira »

Orkupakkamálið líklegasta skýringin

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira »

Leki á tveimur stöðum á Seltjörn

05:30 Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina. Meira »

Bræðurnir vissu ekki hvor af öðrum

05:30 Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira »

Fjölmenn skötumessa

Í gær, 23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

Í gær, 22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

Í gær, 21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Æðardúnninn sama gamla kókaínið

Í gær, 21:22 Bandarískur rithöfundur nokkur er allra manna meðvitaðastur um að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hann slær því upp í blöðum æ ofan í æ, nú í Guardian, að íslenskur æðardúnn sé kókaín Íslendinga. Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...