Jafnvel hatursglæpur

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Óskað var aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar í nótt í Árbænum (hverfi 110) en í dagbók lögreglu er árásin hugsanlega hatursglæpur vegna kynvitundar. Þolandi var fluttur á sjúkrahús með nokkra áverka. Gerendur sagðir tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki fundist, segir í dagbók lögreglunnar. 

Alls voru 60 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan 17 í gær og til fimm í morgun.

Sex ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna. Allir látnir lausir eftir sýnatöku.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynning um þjófnað á tölvu á hóteli í miðbænum (hverfi 101). Við skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum báru lögreglumenn kennsl á gerandann. Hann var síðan handtekinn heima sér og tölvan endurheimtist.

mbl.is