Ný farþegaspá um miðjan júní

Flugvélar Icelandair og WOW air á Keflavíkurflugvelli áður en síðarnefnda …
Flugvélar Icelandair og WOW air á Keflavíkurflugvelli áður en síðarnefnda flugfélagið varð gjaldþrota. mbl.is/Eggert

Vonir standa til að ný og uppfærð farþegaspá Isavia verði gefin út um miðjan júní vegna brotthvarfs WOW air og óvissunnar með MAX-vélar Icelandair.

Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í svari við fyrirspurn mbl.is.

Vegna óvissu á markaði hefur ekki verið hægt að gefa út áreiðanlega uppfærða spá fyrr.

Farþegaspáin hefur verið gefin út árlega og er hún unnin út frá upplýsingum um afgreiðslutíma sem flugfélögin hafa tryggt sér. Þá er einnig gott samstarf við helstu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli.

Spáin er uppfærð gerist þess þörf og var það einmitt gert í fyrra, að því er kemur fram í svarinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert