Ágreiningsefnið er vinnutími vaktavinnufólks

FÍF, Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað vinnustöðvun í formi þjálfunarbanns …
FÍF, Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað vinnustöðvun í formi þjálfunarbanns allra félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra sem starfa hjá Isavia Ohf. frá og með 14. júní 2019 klukkan 12:00, ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið samþykktur. mbl.is/Rax

„Við hættum allri starfsþjálfun í bili frá og með næsta föstudegi. Þetta hefur engin bein áhrif á flug,“ segir Kári Örn Óskarsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, við mbl.is um vinnustöðvunina sem félagið boðar til.

Það tekur gildi á föstudaginn 14. júní kl. 12 og gildir þar til ný samningur er í höfn. Bannið nær til allra félagsmanna FÍF sem starfa hjá Isavia. Félagsmenn FÍF hafa verið samningslausir frá áramótum.  

Vinnutími vaktavinnufólks er ágreiningsefnið, að sögn Kára. Langflestir félagsmenn vinna vaktavinnu allan sólarhringinn. Lítið hefur miðað í samningum undanfarið en kjaradeilan er á borði ríkissáttasemjara.  

Næsti fundur FÍF hjá ríkissáttasemjara er á fimmtudaginn en daginn áður er vinnufundur FÍF með fulltrúum Isavia og Samtökum atvinnulífsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert