Eldur í einbýlishúsi í Fossvogi

Húsið er gjörónýtt eftir eldsvoðann.
Húsið er gjörónýtt eftir eldsvoðann. mbl.is/Arnþór

Eldur kom upp í gömlu einbýlishúsi í Fossvoginum í nótt og var slökkviliðið sent á vettvang laust fyrir klukkan hálffjögur. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi búið í húsinu. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er húsið ónýtt eftir eldinn og til stendur að rífa það.

Húsið, sem er bárujárnsklætt, er á svokölluðum Fossvogsbletti fyrir neðan Landspítalann. Það stóð í ljósum logum þegar slökkviliðið mætti á vettvang.

Tvær aukavaktir voru kallaðar út vegna eldsvoðans og er slökkviliðið komið langleiðina með að slökkva eldinn. Aðeins eru glæður eftir, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Ekkert er vitað um eldsupptök.

Mikinn reyk lagði frá húsinu.
Mikinn reyk lagði frá húsinu. Ljósmynd/Ómar Karl Þórarinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert