Flugfreyjur hafa vísað til ríkissáttasemjara

Flugfreyjufélag Íslands vísaði kjaradeilu við SA v/Air Iceland Connect til …
Flugfreyjufélag Íslands vísaði kjaradeilu við SA v/Air Iceland Connect til ríkissáttasemjara í gær. mbl.is/Golli

Flugfreyjufélag Íslands vísaði kjaradeilu við SA v/Air Iceland Connect til ríkissáttasemjara í gær. Þetta staðfestir Berglind Kristófersdóttir sem situr í samninganefnd fyrir hönd FFÍ við mbl.is. Samningar hafa verið lausir frá áramótum. 

Frá áramótum hafa verið góðir vinnufundir og viðræðufundir, að sögn Berglindar. „Eins og staðan er núna ber of mikið á milli. Til að koma þessu áfram ákváðum við að fara þessa leið,“ segir Berglind.

Ekki er búið að ákveða fyrsta fund milli deiluaðila en býst Berglind að hann verði á næstu tveimur vikum.  

mbl.is