Helgi Áss hafði sótt um fastráðningu

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands var Helgi Áss Grétarsson ekki fastráðinn. Hann sóttist eftir fastráðningu en fékk bréf þess efnis að ekki hef[i verið mælt með fastráðningu hans. Þar kom þó fram að hann hefði frest til þess að koma á framfæri andmælum við áliti nefndar þeirrar er leit svo á. Sá frestur er ekki liðinn, segir í yfirlýsingu frá rektor HÍ sem send var mbl.is. 

Í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar rektors eru starfslok Helga Áss því ekki sögð felast í uppsögn heldur er umsókn hans um fastráðningu enn í ferli. Hafi Helgi eitthvað að athuga við álit þeirrar nefndar sem mælti ekki með fastráðningu hans hefur hann færi á að koma því á framfæri.

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í yfirlýsingu sem …
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í yfirlýsingu sem hann sendi mbl.is að ekki hafi verið um uppsögn að ræða. mbl.is/​Hari

Jón Atli segir í yfirlýsingunni að málið snúist um umsókn Helga um fastráðningu. „Málið varðar umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu,“ segir hann.

Endanleg ákvörðun hafi ekki enn verið tekin um stöðu Helga. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir,“ segir Jón Atli.

„Að öðru leyti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna,“ segir Jón Atli.

Helgi Áss Grétarsson hefur starfað sem dósent við lagadeild Háskóla …
Helgi Áss Grétarsson hefur starfað sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands um skeið. Ekki var mælt með honum af nefnd, sem metur umsóknir manna um fastráðningu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert