„Miklu meiri framkvæmdir en þarf“

Valgeir Benediktsson býr að bænum Árnesi II í Árneshreppi.
Valgeir Benediktsson býr að bænum Árnesi II í Árneshreppi. mbl.is/Golli

„Þetta leyfi frá sveitarstjórn kemur okkur ekkert á óvart enda kemur þetta í beinu framhaldi af úrskurði Skipulagsstofnunar, en hver viðbrögð okkar verða að öðru leyti getum við ekki sagt til um núna,“ segir Valgeir Benediktsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi í Árneshreppi, um þá ákvörðun sveitarstjórnar hreppsins að veita leyfi fyrir fyrsta áfanga framkvæmda vegna Hvalárvirkjunar.

Leyfið sem Árnes­hrepp­ur veitti Vest­ur­Verki tek­ur til rann­sókn­a á jarðfræðileg­um þátt­um, vega­gerð við veg­i að og um virkj­un­ar­svæði, brú­ar­gerð yfir Hvalá, efn­is­töku og efn­is­los­un, bygg­ingu frá­veitu, öfl­un neyslu­vatns og upp­setn­ing­u vinnu­búða.

Hægt að fara aðrar, ódýrari leiðir

Valgeir tekur undir gagnrýni Landverndar þess efnis að leyfið nái til framkvæmda umfram það sem nauðsynlegt getur talist í rannsóknarskyni.

„Það er alveg hárrétt að þetta eru miklu meiri framkvæmdir en þarf til rannsókna á svæðinu. Við erum algjörlega sammála því,“ segir Valgeir og nefnir þar á meðal umfangsmikla vegagerð.

Við bentum á það í athugasemdum við deiliskipulagstillöguna, og fjölmargir aðrir, að hægt væri að fara aðrar leiðir, ódýrari og sem kæmu ekki svona mikið niður á náttúrunni. Þetta snýst nú aðallega um það.“

„Það er alveg hárrétt að þetta eru miklu meiri framkvæmdir ...
„Það er alveg hárrétt að þetta eru miklu meiri framkvæmdir en þarf til rannsókna á svæðinu.“ mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina