Babúskur en ekki sprengjur

Lögreglan á Suðurnesjum er með viðbúnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Lögreglan á Suðurnesjum er með viðbúnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/​Hari

Mikill viðbúnaður var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmta tímanum þegar lögregla fékk tilkynning um óþekktan hlut í farangri á leið í flugvél. Við nánari skoðun kom í ljós að engin hætta var á ferðum. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli benti gegnumlýsing til þess að um væri að ræða tvær handsprengjur. Samkvæmt frétt RÚV var um að ræða rússneskar babúskur.

Var haft samband við sprengjusveit sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslu. Við athugun kom í ljós að ekki var um sprengju, eða sprengjur, eða ræða heldur líktist lögun hluta í töskunni sprengju.

Þefhundur lögreglu fór meðal annars að töskunni og gaf engin merki þegar hann þefaði af henni. Taskan var opnuð á staðnum og er engin hætta á ferðum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is