Ný stjórn samtaka kvenna í upplýsingatækni

Ný stjórn VERTOnet. Á myndina vantar Þórdísi Valsdóttur.
Ný stjórn VERTOnet. Á myndina vantar Þórdísi Valsdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Nýverið var haldinn aðalfundur VERTOnet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni og kosin stjórn fyrir næsta starfsár. VERT­Onet eru hags­muna­sam­tök kvenna sem starfa eða hafa áhuga á að starfa í upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tækj­um á Íslandi.

Í hinni nýju stjórn eru: Linda B. Stefánsdóttir – Privato, Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir – Advania, Nanna Pétursdóttir – Crayon, Sandra Dögg Pálsdóttir – RB, Erna Sigurðardóttir – Deloitte, Hólmfríður Lilja B. Jónsdóttir – Origo, Ósk Heiða Sveinsdóttir – Trackwell, Hafdís Sæland HR, Kristjana Björk Barðdal HI og Þórdís Valsdóttir - Sýn, að því er fram kemur í tilkynningu.

Þar segir að markmið samtakanna sé að skapa vettvang fyrir konur í margvíslegum störfum innan atvinnugreinarinnar til þess að tengjast, fræðast, styðja hver aðra og síðast en ekki síst að fjölga konum í geiranum.

VERTOnet leggur áherslu á að skapa vettvang fyrir konur til að efla tengsl sín innan upplýsingatækninnar bæði hér á landi og erlendis og bjóða upp á faglega umræðu og fræðslu með fræðslufundum og öðrum uppákomum.

mbl.is