Fyrsta mótið í krossgátum

Krossgátur eru vinsælt viðfangsefni.
Krossgátur eru vinsælt viðfangsefni. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Krossgátur, veglegrar bókar sem inniheldur 50 krossgátur af síðum Morgunblaðsins, verður haldið meistaramót í krossgátum í Hádegismóum í dag, fimmtudag, klukkan 17.

„Það er við hæfi að fagna útgáfu krossgátubókarinnar með þessum hætti og eftir því sem við best vitum er þetta krossgátumót það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjölmargir þátttakendur hafa skráð sig til leiks og stefnir í hörkuspennandi keppni,“ segir Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri hjá Eddu útgáfu, sem situr í dómnefnd ásamt Karli Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins.

„Ég er sjálf mikill krossgátuunnandi og mig hefur lengi langað til að gefa út bók með krossgátum Morgunblaðsins, þar sem þær eru sérlega vandaðar og sérstakar. Það var því skemmtilegt og gefandi að ritstýra bókinni og koma að skipulagningu mótsins,“ segir Svala.

Hver verður fyrstur?

Í meistaramótinu verður keppt í að ráða krossgátur af síðum Morgunblaðsins á tíma. Hægt er að skrá sig í mótið, sem hefst stundvíslega kl. 17, með því að senda póst á edda@edda.is. Ef takmarka þarf fjölda þátttakenda ganga þeir fyrir sem hafa skráð sig.

Krossgátubókin verður komin í sölu í öllum helstu verslunum á næstu dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »