Stefna á að ljúka störfum í kvöld

Tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfundar var samþykkt fyrir …
Tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfundar var samþykkt fyrir skömmu. mbl.is/​Hari

Alþingi samþykkti tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að fundum þingsins verði frestað frá 20. júní eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 28. ágúst. Spurð hvort það sé stefnt á að ljúka störfum þingsins í kvöld, svarar Katrín: „Já það er stefnt á það eftir því sem ég best veit. Tillagan felur það nú sér í sér að það geti dregist.“

Lengjast þingstörf af einhverjum ástæðum heimilar tillagan, sem nú hefur verið samþykkt, að fundi þingsins verði frestað seinna ef svo ber við. „En það er stefnt að því að ljúka störfum og fresta fundi til 28. ágúst og þá heldur þingið áfram eins g samið var um,“ útskýrir forsætisráðherra.

Vísar Katrín til samkomulag meiri- og minnihluta Alþingis um að fundarhöldum Alþingis verði frestað þegar fjármálaáætlun fyrir 2020 til 2024 hefur verið afgreidd. Þegar fundur hefst á ný í ágúst mun mun meðal annars þriðji orkupakki Evrópusambandsins vera til afgreiðslu fyrir þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert