Sandfokið ekkert annað en hamfarir

Myndin er tekin þar fyrir austan með Síðufjöllin á vinstri …
Myndin er tekin þar fyrir austan með Síðufjöllin á vinstri hönd. Ljósmynd/Einar Sveinbjörnsson

„Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir sem geisað hafa í V-Skaftafellssýslu marga daga frá í vor,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook þar sem hann lýsir miklu sandfoki á ferð hans austur í Skaftafell í dag.

„Svo dimmur var mökkurinn við Brest í eldhrauni að skyggni var ekki nema um 500 m,“ skrifar Einar og segir um að ræða samspil þurrka og Skaftárhlaupa.

Ólíft á Kirkjubæjarklaustri

Jökulleirinn frá síðasta Skaftárhlaupi í ágúst sl. rauk úr hrauninu og myndaði samfelldan brúngráan mökk frá Meðallandi upp í Skaftártungu sem vindur bar til austurs. „Á Klaustri var ólíft og keyrt í gegn með ‚Hagaskóla‘-stillingu á loftinntaki bílsins.“ 

mbl.is