„Mikill missir fyrir okkur öll“

Miroslaw Grzelak, eða Mirek, var aðeins 33 ára gamall þegar …
Miroslaw Grzelak, eða Mirek, var aðeins 33 ára gamall þegar hann lést. Vinir og samstarfsmenn hans hafa stofnað söfnunarreikning fyrir eiginkonu Mireks, sem á von á þeirra fyrsta barni í nóvember. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er mikill missir fyrir okkur öll. Mirek var orkumikill og lífsglaður ungur maður sem smitaði okkur sífellt af bjartsýni sinni,“ segir Hubert Witecki um náinn vin sinn og samstarfsfélaga, Miroslaw Grzelak, sem lést skyndilega fyrir viku síðan, aðeins 33 ára gamall. 

Mirek, eins og hann var ávallt kallaður, starfaði sem hlaðmaður við farangursflutninga á Keflavíkurflugvelli síðustu þrjú ár en hann flutti til Íslands frá Póllandi fyrir um tíu árum. Lífsgleði Mireks smitaði frá sér og segir Hubert að alltaf hafi verið líf og fjör í vinnunni þegar Mirek var á vakt. 

Mirek  lést í kjölfar slagæðagúlps í heila en að sögn Huberts var ekki vitað um nein undirliggjandi veikindi hjá Mirek. Útför hans fer fram í dag frá kirkju heilags Jóhannesar Páls II í Keflavík. 

Krysia og Mirek ferðuðust mikið, innanlands jafn sem utanlands.
Krysia og Mirek ferðuðust mikið, innanlands jafn sem utanlands. Ljósmynd/Aðsend

Skilur eftir sig ófríska eiginkonu

„Mirek elskaði að ferðast og við höfum ferðast mikið saman, við vorum til dæmis að koma frá New York í síðasta mánuði, og hann og Krysia, eiginkona hans, hafa ferðast mikið á Íslandi og voru þau nýkomin heima frá Grænlandi þegar Mirek lést,“ segir Hubert.  

Mirek, Marek og Hubert í New York í síðasta mánuði. …
Mirek, Marek og Hubert í New York í síðasta mánuði. Vinirnir kynntust í störfum sínum hjá Icelandair og eiga allir sameiginlegt að elska að ferðast. Ljósmynd/Aðsend

Hubert segir að Icelandair hafi sýnt fjölskyldu og samstarfsmönnum Mireks mikinn stuðning síðustu daga sem sé ómetanlegt. „Þetta hefur verið erfið vika,“ segir Hubert, sem ákvað ásamt tveimur öðrum nánum vinum Mireks að stofna söfnunarreikning fyrir eiginkonu Mireks, sem á von á þeirra fyrsta barni í nóvember. 

Mirek eignaðist marga góða vini í störfum sínum hjá Icelandair. …
Mirek eignaðist marga góða vini í störfum sínum hjá Icelandair. Hér er hann ásamt Wiktoriu vinkonu sinni, á góðri stundu í vinnunni. Ljósmynd/Aðsend

Söfnuninni hefur verið vel tekið innan Icelandair að sögn Huberts. „Meira að segja fólk sem þekkti Mirek ekki neitt hefur lagt henni lið, sem er ómetanlegt.“ 

Þeir sem vilja styðja Krysiu, eiginkonu Mireks, á þessum erfiðu tímum er bent á söfnunarreikninginn: 542-14-649, kt. 020687-4879. 

Mirek, eins og hann var ávallt kallaður, starfaði sem hlaðmaður …
Mirek, eins og hann var ávallt kallaður, starfaði sem hlaðmaður við farangursflutninga á Keflavíkurflugvelli og þegar hann var á vakt var alltaf mikið líf og fjör, segir Hubert vinur hans. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert