Kurr meðal verkfræðinga

Kurr er í verkfræðingum.
Kurr er í verkfræðingum.

Kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) var samþykktur naumlega í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk 24. júní. Já sögðu 50,8% en nei sögðu 49,2%. Á kjörskrá voru 607 og tóku 59,3% þátt í atkvæðagreiðslunni.

Samningarnir voru samþykktir með sex atkvæða meirihluta. VFÍ er stéttarfélag verkfræðinga og tæknifræðinga en FRV er hagsmunafélag verkfræðistofa á Íslandi og á aðild að Samtökum iðnaðarins.

Kjarasamningurinn var undirritaður 29. maí, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Í honum felast sambærilegar laukahækkanir og ákvæði um styttingu vinnuviku og hagvaxtarauka og samið var um í lífskjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og SA í apríl sl. Samningurinn felur einnig í sér eingreiðslu upp á 26.000 krónur sem samsvarar orlofsuppbótarauka samkvæmt lífskjarasamningnum.

Launahækkanir verða sem hér segir: 1. maí 2019 hækkuðu mánaðarlaun um 17.000 kr. 1. júní 2019 kom eingreiðsla upp á 26.000 kr. 1. apríl 2020 hækka mánaðarlaun um 18.000, 1. janúar 2021 um 15.750 og 1. janúar 2022 um 17.250 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert