Vara við mögulegum aflskorti árið 2022

Rafbíll í hleðslu. Fjölgun rafmangsbíla mun auka raforkuþörf þjóðarinnar.
Rafbíll í hleðslu. Fjölgun rafmangsbíla mun auka raforkuþörf þjóðarinnar. mbl.is/Hallur Már Hallsson

Hætta er á því að á einhverjum tímapunkti árið 2022 verði framboð á raforku á Íslandi ekki nægilegt til að svara eftirspurn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landsnets.

Skýrslan skoðar raforkujöfnuð landsins í heild sinni og segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, erfitt að segja til um hvar í dreifikerfinu vandinn yrði mestur. Raforkuþörf heimila og vinnustaða eykst að jafnaði um 1,5-2% á ári og gæti vaxið eitthvað hraðar en það á komandi árum ef orkuskipti í samgöngum ganga hratt fyrir sig.

„Ef öllum fólksbílum væri skipt út fyrir rafmagnsbíla væri afl- og orkuþörf þeirra á við eina Blöndustöð, eða um 150 MW, og eru þá undanskildir vörubílar, strætisvagnar og rútur,“ segir Sverrir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert