Hleður grjótvegg í Innbænum á Akureyri

Eiríkur Arnar við vegghleðsluna á Akureyri
Eiríkur Arnar við vegghleðsluna á Akureyri mbl.is/Árni Sæberg

„Vegghleðsla er eins og að raða saman bitum í púsluspili. Steinarnir þurfa að vera af réttri stærð og lögun og þá þarf stundum að meitla til svo allt smelli saman. Þetta er afar skemmtileg þolinmæðisvinna,“ segir Eiríkur Arnar Magnússon á Akureyri.

Eiríkur, sem starfrækir Garðyrkjuþjónustu Akureyrar, var í vikunni að hlaða grjótvegg við húsið Aðalstræti 32 í Innbænum á Akureyri. Á þeim slóðum eru meðal annars nokkur lágreist timburhús byggð á 19. öldinni sem mörg hafa verið endurbyggð af mikilli smekkvísi og listfengi.

Í umhverfi þeirra hæfa grjóthleðslur vel, enda eru þær við nokkur húsanna og vekja eftirtekt þeirra sem leið eiga um. Er Innbærinn raunar mjög fjölfarinn meðal annars af ferðafólki því á þessum slóðum má í skjótri svipan bregða sér inn í leikmynd veraldar sem var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert