Hlaupa Laugaveg fram og til baka

Fróðlegt verður að fylgjast með Elísabetu og Þorbergi í hlaupinu.
Fróðlegt verður að fylgjast með Elísabetu og Þorbergi í hlaupinu. Ljósmynd/Aðsend

Ofurhlaupararnir Elísabet Margeirsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson eru á meðal þátttakenda í Laugavegshlaupinu sem hefst nú klukkan níu. Þau ákváðu hins vegar að gera enn meira úr hlaupinu og mættu í rásmarkið eftir 53 km „upphitun“.

Þorbergur og Elísabet ákváðu nefnilega að hlaupa Laugaveginn fram og til baka og lögðu því af stað í nótt og voru mætt í rásmarkið ásamt hinum keppendunum skömmu áður en hlaupið hófst eftir 53 km hlaup með 2.200 m heildarhækkun.

Þau hlupu þó ekki ein í nótt, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggendum hlaupsins, heldur fengu félagsskap reynslumiklu hlauparanna Guðna Páls Pálssonar og Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur.

Fróðlegt verður að fylgjast með Elísabetu og Þorbergi í hlaupinu, en takist þeim ætlunarverkið munu þau hlaupa 106 km með heildarhækkun upp á tæpa 4.000 metra. Þorbergur og Elísabet stefna bæði á Ultra Trail du Mont Blanc hlaupið í Frakklandi í haust, sem er stærsta og þekktasta utanvegahlaup í heimi. Það er 170 km langt og heildarhækkun um 10.000m.

Þorbergur í hlaupinu í nótt.
Þorbergur í hlaupinu í nótt. Ljósmynd/Aðsend
Þorbergur og Elísabet stefna bæði á Ultra Trail du Mont …
Þorbergur og Elísabet stefna bæði á Ultra Trail du Mont Blanc í Frakklandi í haust. Ljósmynd/Aðsend
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir hljóp með Elísabetu í nótt.
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir hljóp með Elísabetu í nótt. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert