Belgísku hjónin „mjög, mjög þakklát“

Björgunarleiðangurinn tók um það bil átta klukkustundir. Mynd úr safni.
Björgunarleiðangurinn tók um það bil átta klukkustundir. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Belgísku hjónin sem týndust á Kili í gærkvöldi voru við góða heilsu þegar björgunarsveitarbíllinn keyrði upp að þeim rétt eftir miðnætti í nótt, segir Viðar Arason í aðgerðastjórn björgunarmiðstöðvar á Selfossi.

Viðar segir hjónin hafa verið „mjög, mjög þakklát“ björgunarsveitum fyrir aðstoðina og að þau hafi verið miður sín yfir því að hafa þurft að kalla eftir aðstoð.

Allar björgunarsveitir Árnessýslu voru kallaðar út um níuleytið í gær til að leita að hjónunum sem eru á fimmtugsaldri. Höfðu þau lagt af stað frá Gíslaskála um miðjan dag en urðu viðskila við tvo syni sína á leiðinni til baka.

Fundu hjónin með hljóðleit

„Það var um níuleytið í gær þegar tveir strákar komu í Gíslaskála og tilkynntu að þeir hefðu orðið viðskila við foreldra sína. Þau ætluðu að taka krók í kringum Beinhól,“ segir Viðar í samtali við mbl.is. Hann bætir því við að Beinhóll við Kjalfell sé svæði sem sé mjög erfitt yfirferðar í þoku.

Beinhóll við Kjalfell er erfitt viðureignar í þoku. Sögur ganga ...
Beinhóll við Kjalfell er erfitt viðureignar í þoku. Sögur ganga enn um örlög Reynisstaðabræðra sem urðu úti við Beinhól á Kili árið 1789. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðgerðastjórn var virkjuð um leið og voru fyrstu bílarnir, frá björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni og björgunarsveitinni Biskup í Reykholti, sendir af stað.

„Þeir voru með sírenur og ljósin í gangi allan tímann og þannig gátum við fengið fólkið til að staðsetja sig. Þau heyrðu í sírenunni og sáu ljósin og létu neyðarlínunna vita,“ útskýrir Viðar og bætir við:

„Við fundum þau með hljóðleit, við köllum þetta hljóðleit. Þau hringdu í neyðarlínunna nokkrum sinnum og það var einhverjir tungumálaerfiðleikar en við gátum nokkurn veginn staðsett þau.“

Björgunarsveitarbíllinn keyrði upp að þeim

Neyðarvörður sagði þeim að halda kyrru fyrir sem var hárrétt ákvörðun að sögn Viðars.

„Það er erfitt að fara ekki af stað þegar þau eru hrædd og það er óþægilegt að standa í rigningu og þoku einhversstaðar í nokkra klukkutíma. En þetta var hárétt ákvörðun og svo einfaldlega keyrði björgunarsveitarbíllinn upp að þeim.“

Hjónin voru köld en ekki blaut og báru sig vel miðað við aðstæður. Þeim var skutlað í Gíslaskála þar sem þurr föt og heitur matur beið þeirra.

Gíslaskáli við Kjalveg.
Gíslaskáli við Kjalveg.

Margra klukkustunda björgunarleiðangur

„Þau voru mjög mjög þakklát fyrir aðstoðina og fannst ótrúlega leiðinlegt að þurfa hringja eftir aðstoð því þau eru vön göngu og útiveru. En þau gerðu rétt, því annars hefðu þau gengið stanslaust í hringi,“ segir Viðar að lokum.

Björgunarsveitir voru komnar til byggða um fimmleytið í morgun og björgunarleiðangurinn tók því hátt í átta klukkustundir.

Samkvæmt upplýsingum frá Gíslaskála lögðu hjónin snemma af stað þaðan í morgun.

mbl.is

Innlent »

Níu sveitarfélög kæra Skipulagsstofnun

17:45 Níu sveitarfélög hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg sé háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta eru sveitarfélögin Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Meira »

Diamond Beach er víða

17:15 Sum íslensk „destinations“ eru ferðamönnum kærari en önnur. Blue Peak, Sulfur Wave, Black Sand Beach, Arrowhead Mountain. Og það er gott og blessað. En þessi nöfn ganga ekki lengur, finnst örnefnanefnd. Meira »

Færri ferðast til útlanda í ár

16:57 Alls 40% landsmanna kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan í sumarfríinu þetta árið, 38% kváðust eingöngu ætla að ferðast innanlands og 12% kváðust eingöngu ætla að ferðast utanlands. Meira »

Hafa sótt um flugrekstrarleyfi fyrir WAB

16:15 Fyrirtækið WAB air er búið að sækja um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu, en það var gert fyrir um þremur vikum síðan.   Meira »

Pólverjar draga framsalsbeiðni til baka

15:30 „Málið er bara í þeirri meðferð sem það á að sæta lögum samkvæmt og það verður bara að koma í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um Euro-Market-málið svokallaða, sem lögmaður meints höfuðpaurs segir „orðið að engu“. Meira »

Alvarlega slasaður eftir fjórhjólaslys

15:29 Karlmaður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að hann fór út af veginum í ná­grenni Geys­is í Hauka­dal um klukkan hálfellefu í morgun. Maðurinn var á fjórhjóli þegar slysið varð. Meira »

Tvö smit staðfest til viðbótar

15:15 Sýking tveggja barna til viðbótar af E.coli var staðfest í dag. Börnin eru tveggja og ellefu ára gömul og höfðu bæði neytt íss í Efstadal II fyrir 4. júlí. Meira »

Rúta festist í Steinholtsá

14:57 Á öðrum tímanum í dag var óskað eftir aðstoð björgunarsveita þegar rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk. Nærstaddir björgunarsveitarmenn komu fljótlega á vettvang og þá var búið að koma öllum farþegum frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ratcliffe bætir við sig jörðum

14:33 Bóndi í Þistilfirði segir kaup fjárfestingafélagsins Sólarsala ehf. á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði, vera afar slæm tíðindi. Segir hann að um mikla óheillaþróun sé að ræða og að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur fyrir kaupin. Meira »

Aflinn dregist saman um þriðjung

14:26 Íslensk fiskiskip lönduðu 31,7 tonnum af afla í júní, eða heilum þriðjungi minna en á sama tíma í fyrra.  Meira »

Viltu leigja hænu?

14:00 Júlíus Mar Baldursson býður fólki að leiga af sér landnámshænur gegn vægu gjaldi. Hann segir að þeim fjölgi sem vilja vera með hænur í kofa úti í garði, jafnvel í þéttbýli, og kostnaðurinn af því er minni en margan myndi gruna. Meira »

Hækka aldurstakmark á Fiskidögum

13:48 Aldurstakmark inn á tjaldsvæði Fiskidagsins mikla á Dalvík hefur í ár verið hækkað úr 18 í 20 ár. Framkvæmdarstjóri hátíðarinnar segir ákvörðunina hafa verið sorglega og að leiðinlegt sé að lítill hópur fólks skuli skemma fyrir hinum. Meira »

Þrestir klekktu á veðurfréttamönnum

13:18 Á föstudaginn var mesta rigningin á landinu sögð vera á Seyðisfirði í kvöldfréttum. Þar féll hins vegar ekki dropi úr lofti. Mælirinn var nefnilega óstarfhæfur vegna þrastarhreiðurs. Meira »

Vangaveltur Björns „með ólíkindum“

12:34 Fjármála- og efnahagsráðherra situr ólaunað í bankaráði asísks innviðafjárfestingabanka. Vangaveltur um að sú seta brjóti í bága við siðareglur ráðherra segir hann „með ólíkindum“. Meira »

Bílar skullu saman á Miklubraut

12:07 Fólksbíll keyrði aftan á annan við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á tólfta tímanum. Þeir námu staðar eftir áreksturinn en engan sakaði. Meira »

Ástand barnanna stöðugt um helgina

11:43 Ekkert barn þurfti að leggjast inn á Barnaspítala Hringsins vegna E.coli-sýkingar um helgina og líðan þeirra þriggja sem þar fyrir voru er stöðug. Þetta staðfestir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna, í samtali við mbl.is. Meira »

Íslenskt verðlag helsta umkvörtunarefnið

11:19 Tæpur helmingur ferðamanna, sem komu hingað til lands á síðasta ári og tóku þátt í könnun Ferðamálastofu um upplifun sína hér á landi, telur að verðlag sé á meðal þess sem helst megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Meira »

Fjórhjólaslys við Geysi

11:19 Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til um hálfellefuleytið í morgun eftir að slys varð í nágrenni Geysis í Haukadal.   Meira »

Sjávarhiti hækkar á ný

11:17 Sjávarhiti í hlýsjónum sunnan og vestan við landið hefur hækkað og var í maí og júní um og yfir meðallagi hita síðustu fimm áratugi, en hann hefur verið undir meðallagi síðustu fjögur ár. Selta sjávar á þessum slóðum er enn töluvert undir meðallagi líkt og verið hefur síðustu fjögur árin. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Múrviðgerðir, Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...